Ég heiti Daníel og er tónheilari, Reiki meistari & hef verið tónlistarmaður, trommari og slagverksleikari síðan 1987. Ég hef samið og gefið út og fjölmargar plötur með TRPTYCH, Sometime og Maus. TRPTYCH er núverandi tónlistarvettvangur minn þar sem ég notast við allskyns “world music” hljóðfæri.
TÓNHEILUN
Ég er með yfir 250 klukkustunda reynslu í tónheilun & tek ég að mér einkatónheilanir bæði fyrir hópa í Eden, Yoga Shala, Svövuhúsum & einstaklinga (í Hólmgarði). Staðsetning fer eftir óskum, stærð hópa & tímasetningu.
Endilega hafðu samband í gegnum:
tonheilun@gmail.com
UMSAGNIR TÓNHEILUN
Hjartans þakkir fyrir einkar róandi og ljúfa tónheilunarstund. Það var falleg mjúk og kærleiksrík orka þarna inni. Ég hef farið nokkrum sinnum i tónheilun, á mismunandi stöðum, en aldrei fundið svona djúp áhrif hljóðfæranna sem notuð voru. Og aldrei heldur upplifað að notuð væru þetta mörg hljóðfæri og mismunandi hljóð líka. Ég held að það að svífa í silkihengirúmmi hafi dýpkað upplifunina og einnig að finna að ýtt væri við manni af og til magnaði hana líka. Ég tímdi varla að hreyfa mig, fannst það “slíta/grynnka” tenginguna við líkamann, hugleiðsluna og hljóðin í kringum mig á ferðalagi mínu. Því hefði ég þegið að mér væri vaggað oftar og líka að hljóðfærin sem færð voru að hengirúminu af og til, hefðu stoppað aðeins lengur til að ég finndi bylgjurnar dýpra. Enn og aftur takk fyrir fallega og ljúfa upplifun sem ég vildi gjarnan njóta reglulega í áskrift…..ef hægt væri. Kæleikur og ljós til ykkar Kolbrún og Danni. Fanndís Steinsdóttir
Kom á óvart hvað ég náði góðri og djúpri slökun svona í fyrsta sinn sem ég mæti. Mun pottþétt koma aftur.. og aftur…og aftur. Viktoría J. Laxdal
Þetta er staðurinn sem allir þurfa að eiga sem athvarf í annasömu lífi Dagný Laxdal
Tónheilun hjá Kolbrúnu og Danna hefur gefið mér svo mikinn innri frið og ró. Andrúmsloftið sem þau bjóða upp á er fullt af gleði, samhyggð og frið. Júlía Guðmundsdóttir
Að liggja í “þessari púpu” og leyfa tónlistinni að sameinast mér í klukkustund, er dásamleg stund sem ég sækist í aftur og aftur, ég get ekki lýst því með orðum hvað þetta gerir, þetta er bara mjög notalegt og hver tími er einstakur, kakóið á undan hjálpar mér að ná enn dýpri upplifun þegar það er í boð! Ágústa Jónsdóttir
Kolla og Danni eru yndisleg og halda vel utanum tímann. Flott tónlist og allt vel gert. Pétur
REIKI
Ég er Reiki meistari & hægt er að panta tíma hjá mér með því að smella á emailið:
reikitonheilun@gmail.com
UMSAGNIR REIKI
Ég hef sjaldan upplifað annað eins! Daníel hefur ótrúlega blíða og umvefjandi orku, mér leið svo öruggri a bekknum hjá honum. Svo um leið og hann lagði lófana a mig fann ég þennan mikla heilunarkraft sem bara kveikti í öllu innra með mér. Mögnuð lífsreynsla og ég gæti ekki mælt meira með honum. Ragnheiður Gestsdóttir
Takk fyrir tíman á föstudaginn hann var geggjaður,það kom svo mikill hiti frá höndunum þínum ég var mjög þreytt allan daginn svaf vel og er búin að vera svo virk alla helgina en samt svo róleg og í fókus…
…Mig langar að bæta smá við mína upplifun hjá Daníel þegar ég sef þá bít ég svo fast saman tönum og fæ nánast á hverjum degi lamandi verk frá kjálka og upp í höfuð en ég uppgötvaði það ca viku seinn að ég fæ ekki þessa verki lengur og get ég ekki tengt það við neitt annað en þennan tíma sem ég kom í til Daniels það kom svo mikill hiti frá höndunum hans þegar hann hélt um höfuðið á mér með mikilli þökk fyrir allt þú er alveg með þetta ❤️
❤️🙏🏼 Helga Helgadóttir
Ótrúlega huggulegur reikiheilunartími með Danna, fallegt og hlýlegt umhverfi jafnt sem viðmót Danna. Ég fann þennan ótútskýranlega hita frá hönudunum hans og mikinn kraft streyma frá honum. Toppurinn var svo mínir prívat tónheilunartónleikar í lokin, svo huggulegt. Ég var í fullkomnu jafnvægi allan daginn og leið dásamlega þegar ég fór út. Takk fyrir mig! Iris Agusts
Æðislegt að koma í reiki til Danna. Fann fyrir miklu flæði og hugarró, í tímanum og á eftir. Að þiggja reiki hjálpar mér að vera í núinu og leyfa hugsunum að flæða hjá. Svo er Danni líka svo mikill snilldar tónlistarmaður. Guðbjörg Einarsdóttir
CACAO
Ég og konan mín Kolbrún Ýr erum líka að selja 100% hreint lífrænt seremóníu cacao frá Perú, HÉR. Kakó er ríkt af andoxunarefnum, steinefnum eins og magnesíum og járni, og inniheldur efni sem eykur framleiðslu serótóníns, sem bætir skap og vellíðan. Það stuðlar einnig að betra blóðflæði og orku, sem styrkir hjartaheilsu og eykur andlega skýrleika.
Fjölskyldan mín, Tónheilun, Tónferðalög, Reiki & Cacao eiga allt mitt hjarta.